Fyrr á þessu ári óskuðu eigendur húseignar við Suðurgötu 122 að Akraneskaupstaður myndi kaupa húsið.
Málið var tekið fyrir hjá skipulags – og umhverfisráði sem komst að þeirri niðurstöðu að ekki sé ástæða fyrir kaupstaðinn að kaupa húsið.

Í byrjun árs 2021 keypti Akraneskaupstaður hús á tveimur hæðum við Suðurgötu 124 – en húsið var rifið það sama ár.
Á þeim tíma var það stefna Akraneskaupstaðar að kaupa húseignir á þessu svæði m.a. væntanlegrar uppbyggingar á Sementsreit.

Hér er mynd af húsinu við Suðurgötu 124 sem var rifið árið 2022.

Hér er mynd af húsunum við Suðurgötu 124 (sem var fjarlægt) og Suðurgötu 122. Mynd/ja.is






