Bílastæði við Bifreiðastöð ÞÞÞ og Bílaverkstæði Hjalta við Smiðjvelli 15 verða stækkuð töluvert á næstunni.

Fyrirtækið sótti um að fá um 900 fermetra stækkun á lóðinni – til norðurs, og er fyrirhugað að bæta við um 40 bílastæðum.

Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir hjólastíg og gangstétt fyrir norðan fyrirhuguð bílastæði – samhliða Akranesbraut. 

Bæjarstjórn hefur samþykkt fyrirhugaðar breytingar en allur kostnaður sem hlýst af breytingunni fellur á lóðarhafa.

Á loftmyndinni hér fyrir neðan er fyrirhuguð framkvæmd rauðmerkt. 

Nánari upplýsingar um breytinguna – hér: