Þrír leikmenn karlaliðs ÍA í knattspyrnu verða ekki áfram hjá liðinu. 

Þeir eru Albert Hafsteinsson, Marko Vardic frá Slóveníu og Daninn Jonas Gemmer. 

Albert lék með yngri flokkum ÍA og hefur leikið í meistaraflokki í 9 tímabil. Hann kom til ÍA árið 2023 eftir að hafa verið hjá Fram í Reykjavík í þrjú ár. 

Vardic kom til ÍA fyrir tveimur árum frá Grindavík. Samningur hans við ÍA rann út nýverið og ætlar Slóveninn að fara á nýjar slóðir. 

Daninn Gemmer kom til ÍA í júlí. Hann lék aðeins þrjá leiki og var ekki í leikmannahóp í síðustu umferðum Íslandsmótsins af persónulegum ástæðum. 

Samsett mynd: Jón Gautur photography