Vegagerðin og Akraneskaupstaður standa fyrir kynningarfundi um niðurstöður umhverfismats vegna Sundabrautar. Fundurinn fer fram 4 nóvember bæjarskrifstofunnar frá kl. 19.30-21. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Vegagerðin og Reykjavíkurborg vinna að undirbúningi Sundabrautar frá Sæbraut að Kjalarnesi. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta, dreifa umferð og bæta tengingar við og innan höfuðborgarsvæðisins, stytta vegalengdir og minnka þannig útblástur og mengun.

Aðalvalkostir verða kynntir á fundinum og fjallað um áhrif þeirra á íbúa og starfsemi í nágrenni Sundabrautar.
Íbúar eru hvattir til að mæta á fundinn og leggja fram spurningar enda ljóst að Sundabraut muni hafa töluverð áhrif á Akranesi. Til að koma sjónarmiðum á framfæri þarf að skila inn umsögn eða athugasemd í skipulagsgátt og kynningarfundirnir eru hugsaðir til að auðvelda almenningi og hagaðilum að gera það.






