Knattspyrnufélag ÍA greindi frá því í dag að félagið hafi gengið frá samningi við Gísla Eyjólfsson. 
Samningurinn er til þriggja ára. Gísli, sem er fæddur árið 1994,  lék með Breiðabliki áður en hann fór í atvinnumennsku hjá Halmstad í Svíþjóð árið 2022. 
Gísli var í stóru hlutverki hjá Blikum þegar liðið varð Íslandsmeistari haustið 2022. 
Nánar á samfélagsmiðlum KFÍA.








 
 
