Íþróttabandalag Akraness óskaði nýverið eftir samstarfi við Akraneskaupstað við fjármögnun kaupa á LED auglýsingaskiltum sem nýtast í keppnisleiki í íþróttagreinum sem fara fram innandyra. Þetta kemur fram í fundargerð skóla – og frístundaráðs. 

„Skiltin munu bæta upplifun áhorfenda, auka sýnileika styrktaraðila, skapa ný tækifæri til tekjuöflunar fyrir aðildarfélög ÍA og um leið minnka sýnileika auglýsinga á milli viðburða í íþróttamannvirkjunum,“ segir ennfremur. 
 
Skóla- og frístundaráð hefur falið sviðsstjóra að vinna málið áfram og er  gert ráð fyrir að erindið komi aftur til umfjöllunar á næsta fundi ráðsins.