Bandaríkjamaðurinn Darnell Cowart hefur leikið sinn síðasta leik með ÍA í Bónusdeildinni í körfuknattleik karla.
Forráðamenn Körfuknattleiksfélags Akraness sögðu upp samningi hans og er hann á förum.

Cowart lék fimm leiki með ÍA í Bónusdeildinni. Hann skoraði 18 stig að meðaltali, tók 6 fráköst, og gaf 3 stoðsendingar.
ÍA ætlar að fylla skarð hans með öðrum bandarískum leikmanni en ekki er ljóst hvenær nýr leikmaður kemur á Akranes.
Næsti leikur ÍA er á fimmtudaginn þegar Valur kemur í heimsókn fimmtudaginn 6. nóvember – þegar AvAir höllin við Jaðarsbakka verður vígð sem nýr heimavöllur ÍA í körfunni.
Skagamenn eru í 9. sæti deildarinn með 2 sigra og 3 töp eftir fimm umferðir.







