Í gær var opið hús fyrir bæjarbúa og aðra gesti í þremur mannvirkjum á Jaðarsbakkasvæðinu.
Grundaskóli opnaði dyrnar fyrir gestum eftir gríðarlegar breytingar á elsta hluta skólans – sem er eins og sjá má í þessu myndbandi gjörbreyttur eftir miklar framkvæmdir.

Nýtt íþróttahús við Jaðarsbakka, AvAir höllin, var einnig opinn fyrir almenning. Það hús á eftir að gjörbreyta aðstöðu til íþróttakennslu, sem og aðstöðu til æfinga og keppni í ýmsum greinum. Einnig er lyftingasalur fyrir ÍA og skrifstofuaðstaða fyrir kennara, þjálfara og félög.
World Class og World Fit Ægir opnuðu nýverið í gamla íþróttahúsinu við Jaðarsbakka (Bragginn). Þar hefur fyrirtækið séð um að kosta breytingarnar sem gerðar hafa verið – og eins og sjá má í þessu myndbandi er aðstaða til líkamsræktar nú þegar í hæsta gæðaflokki. Á næstu vikum verður rýmið stækkað enn frekar á „gömlum grunni“ á 2. hæð þar sem að líkamsrækt ÍA var áður. Á því svæði verða ýmsir salir sem verða nýttir með ýmsum hætti.








