Skagamaðurinn Lúðvík Gunnarsson mun stýra U-21 árs landsliði Íslands í knattspyrnu í næsta leik liðsins.

Lúðvík hefur verið aðstoðarþjálfari en aðalþjálfari liðsins, Ólafur Ingi Skúlason, tók við liði Breiðabliks nýverið. Frá þessu er greint á vef KSÍ. 

Ólafur Kristjánsson, aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins, verður aðstoðarmaður Lúðvíks í þessu verkefni. 

Lúðvík er einnig aðalþjálfari U-17 ára landsliðs karla. 

Leikurinn sem U-21 árs liðið á eftir í undankeppni EM er gegn Lúxemborg þann 13. nóvember n.k. Leikurinn fer fram í Lúxemborg.

Lúðvík mun tilkynna leikmannahópinn á miðvikudaginn í þessari viku.