Dregið var í bikarkeppni karla í körfuknattleik í dag, VÍS-bikarnum.
Skagamenn eru í 16 liða úrslitum og mótherjar ÍA verður lið Keflavíkur – sem hefur titil að verja í þessari keppni. Keflavík hefur alls sjö sinnum sigrað í bikarkeppni KKÍ en KR er með flesta titla eða 17 alls.

Besti árangur ÍA í þessari keppni er frá árinu 1996 þegar liðið komst í úrslitaleikinn í fyrsta – og eina sinn til þessa. Þar hafði lið Hauka betur.
Leikirnir í 16-liða úrslitum fara fram 14.-15. desember.
Liðin sem mætast í 16-liða úrslitum VÍS bikarsins eru:
- KR – Fjölnir
- Valur – ÍR
- Snæfell – KV
- Grindavík – Ármann
- Stjarnan – Álftanes
- Breiðablik – Haukar
- ÍA – Keflavík
- Tindastóll – Hamar
Bikarmeistarar karla 1970-2024:
1970: KR (1)
1971: KR (2)
1972: KR (3)
1973: KR (4)
1974: KR (5)
1975: Ármann (1)
1976: Ármann (2)
1977: KR (6)
1978: ÍS (1)
1979: KR (7)
1980: Valur (1)
1981: Valur (2)
1982: Fram (1)
1983: Valur (3)
1984: KR (8)
1985: Haukar (1)
1986: Haukar (2)
1987: Njarðvík (1)
1988: Njarðvík (2)
1989: Njarðvík (3)
1990: Njarðvík (4)
1991: KR (9)
1992: Njarðvík (5)
1993: Keflavík (1)
1994: Keflavík (2)
1995: Grindavík (1)
1996: Haukar (3)
1997: Keflavík (3)
1998: Grindavík (2)
1999: Njarðvík (6)
2000: Grindavík (3)
2001: ÍR (1)
2002: Njarðvík (7)
2003: Keflavík (4)
2004: Keflavík (5)
2005: Njarðvík (8)
2006: Grindavík (4)
2007: ÍR (2)
2008: Snæfell (1)
2009: Stjarnan (1)
2010: Snæfell (2)
2011: KR (10)
2012: Keflavík (6)
2013: Stjarnan (2)
2014: Grindavík (5)
2015: Stjarnan (3)
2016: KR (11)
2017: KR (12)
2018: Tindastóll (1)
2019: Stjarnan (4)
2020: Stjarnan (5)
2021: Njarðvík (9)
2022: Stjarnan (6)
2023: Valur (4)
2024: Keflavík (7)
Flestir bikarmeistaratitlar karla 1970-2024:
12 KR (1970, 71, 72, 73, 74, 77, 79, 84, 91, 2011, 16, 17)
9 Njarðvík (1987, 88, 89, 90, 92, 99, 2002, 05, 21)
7 Keflavík (1993, 94, 97, 2003, 04, 2012, 2024)
6 Stjarnan (2009, 2013, 2015, 2019, 2020, 2022)
5 Grindavík (1995, 98, 2000, 06, 14)
4 Valur (1980, 81, 83, 2023)
3 Haukar (1985, 86, 96)
2 Ármann (1975, 76)
2 ÍR (2001, 07)
2 Snæfell (2008, 2010)
1 Tindastóll (2018)
1 ÍS (1978)
1 Fram (1982)








