Miklar breytingar verða á leikmannahóp meistaraflokks karla hjá Knattspyrnufélagi ÍA á næstu leiktíð.
Í dag tilkynnti félagið að ekki yrði samið að nýju við fimm leikmenn og alls hafa átta leikmenn yfirgefið félagið nýverið.
Varnarmaðurinn Hlynur Sævar Jónsson er á förum en hann hefur leikið stórt hlutverk með ÍA á undanförnum árum. Nánar hér:

Miðjumaðurinn Guðfinnur Þór Leósson, fer einnig frá ÍA. Nánar hér:
Arnleifur Hjörleifsson, var í láni hjá Njarðvík á síðstu leiktíð, Árni Salvar Heimisson, var á láni hjá Grindavík og Kristófer Áki Hlinason var í láni hjá Víkingum í Ólafsvík. Kristófer Áki hefur samið við Víkinga og leikur með liðinu á næstu leiktíð í 2. deild.
Albert Hafsteinsson, Marko Vardic frá Slóveníu og Daninn Jonas Gemmer verða ekki áfram í herbúðum ÍA á næstu leiktíð. Nánar hér á vef Skagafrétta:








