Það verður stór stund í sögu Fimleikafélags ÍA þegar fimleikafólk úr röðum félagsins tekur þátt á stórmóti í fyrsta sinn.
Sameiginlegt lið ÍA og Aftureldingar tekur þátt í keppni blandaðra liða á Norðurlandamótinu sem fram fer í Finnlandi næstu daga.
Á þessu móti keppa bestu félagsliðin frá Norðurlöndum í hópfimleikum.

ÍA/Afturelding hefur keppni á laugardaginn kl. 8:30 að íslenskum tíma.
Hægt er að horfa á keppnina með því að smella hér – og allar upplýsingar um mótið eru hér:








