Vogun ehf. bygginga- og fasteignafélag sendi nýverið fyrirspurn til Akraneskauptaðar um mögulegt samstarf um uppbyggingu leiguíbúða á Akranesi.

Bæjarráð tók erindið fyrir á dögunum og fær Haraldur Benediktsson bæjarstjóri það verkefni að vinna málið áfram í stjórnsýslunni.

Félagið hefur unnið slíkt verkefni með Reykjavíkurborg og er með verkefni á Selfossi í undirbúningi.