Kór Akraneskirkju í samvinnu við Kalman stendur fyrir hinu árlega kaffihúsakvöldi í Vinaminni fimmtudaginn 13. nóvember.
Viðburðurinn hefst kl. 20 og eru miðar seldir við innganginn.
Fram koma ásamt Kór Akraneskirkju Flosi Einarsson píanóleikari, Matthías Stefánsson fiðluleikari og Sigurþór Þorgilsson bassaleikari.
Stjórnandi er Hilmar Örn Agnarsson.

Boðið verður upp á hið rómaða bakkelsi kórsins með kaffinu.
Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í anda Skagamanna.
Miðasala við innganginn.
Miðaverð er kr. 4.500 og kr. 4.000 fyrir Kalmansfélaga.
Allir velkomnir.