Skagamaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson er hættur sem þjálfari danska knattspyrnuliðsins Akademisk Boldklub eða AB sem leikur í þriðju efstu deild.
Í tilkynningu á heimasíðu félagsins segir að Jóhannes hafi óskað eftir að hætta vegna fjölskylduaðstæðna – en hann hefur verið sterklega orðaður sem næsti þjálfari FH í Hafnarfirði.

Jóhannes Karl tók við AB í maí í fyrra og stjórnaði hann félaginu í 54 leikjum. Fannar Berg Gunnólfsson, sem hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins, tekur við sem aðalþjálfari.
Nánar á heimasíðu félagsins – smelltu hér:
AB er í góðri stöðu þegar vetrarfrí deildarinnar stendur yfir fram í mars á næsta ár. Liðið er í efsta sæti eftir 16 umferðir.











