Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann í gær mikilvægan 2-0 sigur gegn Aserbaídsjan á útivelli í undankeppni Heimsmeistaramótsins.
Skagamaðurinn Arnar Bergmann Gunnlaugsson er þjálfari liðsins og þrír af fjórum fyrrum leikmanna ÍA sem eru í landsliðshópnum komu við sögu í leiknum.

Með sigrinum aukast líkur íslenska liðsins töluvert að ná öðru sæti og sæti í umspili um laust sæti á HM. Ísland mætir Úkraínu í Póllandi á sunnudaginn og er það hreinn úrslitaleikur um það sæti.
Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson voru í byrjunarliðinu og létu mikið að sér kveða. Ísak lagði upp fyrra mark Íslands sem Albert Guðmundssons skoraði á 20. mínútu. Varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason skoraði annað mark Íslands á 39. mínútu.
Stefán Teitur Þórðarson kom inná sem varamaður rétt undir lok leiksins en Bjarki Steinn Bjarkason kom ekki við sögu.
Frakkar unnu Úkraínu 4-0 í gær.
Staðan í riðlinum fyrir lokaumferðina.
Frakkar hafa tryggt sér sæti á HM en Ísland og Úkraína eru jöfn á stigum – annað sætið í riðlinum tryggir umspilsleiki um laust sæti á HM á næsta ári.










