Síðustu misserin í Breið nýsköpunarsetri á Akranesi hefur North Seafood Solutions þróað beinaduft úr þorskbeinum, sem nú er notað í eina nýjustu vöru Feel Iceland, Bone Health Therapy.

Varan er komin á markað hér á Íslandi og einnig í Bretlandi og er mikill áhugi hjá kaupendum. Þetta kemur fram í frétt mbl.is – nánar hér.

Hrönn Margrét Magnúsdóttir frá Feel Iceland og feðgarnir Bergur Benediktsson og Þórður Bergsson frá North Marine, vinna saman að þessu verkefni. En varan á að vinna gegn beinþynningu sem er vaxandi vandamál í heiminum, einkum meðal kvenna.