Nýr þjálfari tekur við sem aðalþjálfari Kára og mun hann einnig vera í þjálfarateymi 2. flokks karla hjá ÍA. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Úlfur Arnar Jökulsson heitir þjálfarinn en hann er með mikla reynslu sem þjálfari – og hefur m.a. þjálfað lið Fjölnis og Aftureldingar.  

Káramenn voru í fallbaráttu í 2. deild Íslandsmótsins á síðustu leiktíð – en góður lokakafli liðsins varð til þess að liðið hélt sæti sínu í deildinni. Kári endaði í 9. sæti af alls 12 liðum. 

Úlfur hefur lokið KSÍ Pro gráðu og er menntaður íþróttafræðingur frá Háskóla Reykjavíkur með sérhæfingu í afreks-, styrktar- og þrekþjálfun.

Í tilkynningunni kemur fram að með ráðningu Úlfs vill félagið undirstrika mikilvægi þess að styrkja tengingu milli meistaraflokks karla, Kára og 2.flokks karla, og tryggja að ungir, efnilegir og kraftmiklir knattspyrnumenn fái sem bestan stuðning á leið sinni úr unglingastarfi félagsins upp í meistaraflokk.

Myndir – Jón Gautur – KFÍA.