Fyrrum leikmenn ÍA og Kára flykkjast í Víking í Ólafsvík.

Framherjinn Kolbeinn Tumi Sveinsson hefur samið við Víkinga en hann lék með liði Tindastóls á síðustu leiktíð. Kolbeinn Tumi lék með Kára áður en hann fór á Sauðárkrók. Hann skoraði alls 16 mörk í 21 leik með liði Tindastóls. 

Áður höfðu Gabríel Þór Þórðarson og Kristófer Áka Hlinason skrifað undir samning við Víkinga.

Gabríel Þór hefur leikið með liðinu undanfarin tvö tímabil og Kristófer Áki var með liðinu á síðustu leiktíð.

Víkingar leika í 2. deild Íslandsmótsins – líkt og Kári á Akranesi. Víkingur Ó endaði í 8. sæti deildarinnar, fjórum stigum fyrir ofan Káramenn, sem enduðu í 9. sæti.