
Áætlun Akraneskaupstaðar hvað varðar fjárfestingar – og framkvæmdir næstu fjógur árin hefur verið til umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn. Áætlunin verður lögð fram til samþykktar annað sinn á fundi bæjarstjórnar þann 9. desember n.k.
Í áætluninni, sem var samþykkt einróma í fyrri umræðu bæjarstjórnar, eru ýmis verkefni á dagskrá á næstu fjórum árum.

Gert er ráð fyrir um 375 milljónum kr. í tvær leikskóladeildir sem verðar byggðar í Garðalundi, skógræktinni.
Hugmyndin er að þessar deildir verði reknar sem skólasel frá einum eða tveimur af núverandi leikskólum, og framboð á leikskólaplássum myndi aukast til skemmri tíma. Framkvæmdin í Garðalundi er á áætlun 2026 og 2027.
Ekki kemur fram hvar í Garðalundi þessar deildir verða en gera má ráð fyrir að staðsetningin sé syðst í Garðalundi þar sem að leikskólar bæjarins hafa nýtt til kennslu á undanförnum misserum.
Nánar í þessari frétt á skagafrettir.is









