
Akraneskaupstaður hefur í hyggju að útbúa rafrænt klippikort fyrir íbúa til þess að losa heimilisúrgang sem er gjaldskyldur.
Í fundargerð skipulags – og umhverfisráðs kemur fram að gjaldskrá fyrir árið 2026 hafi verið lögð fram í ráðinu.

Þar er gert ráð fyrir að íbúar á Akranesi geti losað ákveðið magn úr heimilum án endurgjalds í Gámu.
Málið á eftir að fara í gegnum nokkur stig stjórnsýslunnar á næstu vikum.









