Skagamenn fá ÍR í heimsókn í AvAir höllina á föstudaginn í 8. umferð Bónusdeildarinnar, efstu deildar Íslandsmótsins í körfuknattleik karla. 

ÍA er í þriðja neðsta sæti með 2 sigra og 5 tapleiki en ÍR-ingar eru í 7. sæti með 3 sigra og 4 tapleiki. 

Allar líkur eru á því að bandaríski leikmaðurinn Dibaji Walker leiki sinn fyrsta leik fyrir ÍA. Walker lék með nýliðum Ármanns í byrjun tímabilsins í Bónus-deildinni. Honum er ætlað að fylla skarðið sem Darnell Cowart skilur eftir sig en samningi hans við ÍA var sagt upp eftir 5 umferðir.

Skagamenn hafa tapað þremur leikjum í röð.

Næstu leikir liðsins eru gegn Tindastól á útivelli á Sauðárkróki 5. desember, gegn Stjörnunni á heimavelli 11. desember og á útivelli gegn Ármenningum þann 19. desember. 

ÍA leikur í 16-liða úrslitum VÍS bikarkeppni KKÍ gegn Keflavík á heimavelli þann 14. desember n.k.