
Píluíþróttin er í sókn á Akranesi og á dögunum var í fyrsta sinn keppt í kvennaflokki hjá Pílufélagi Akraness. Alls tóku 17 konur þátt, leikið var í riðlum og úrslitakeppni tók við eftir riðlakeppnina.
Viktoría Viktorsdóttir stóð uppi sem sigurvegari.

Mótið var eins og áður segir það fyrsta hjá félaginu þar sem að keppt er í kvennaflokki og markar þetta mót tímamót í starfi félagsins.










