Skagamaðurinn Ívar Orri Kristjánsson dæmir í kvöld leik í Sambandsdeild karla í knattspyrnu. Þar mætast Shkëndija frá Norður-Makedóníu og Slovan Bratislava frá Slóvakíu. 

Leikurinn fer fram í höfuðborg Norður-Makedóníu, Skopje.

Dómarar leiksins eru allir frá Íslandi. 

Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson eru aðstoðardómarar og Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er fjórði dómari.

Ívar Orri var valinn knattspyrnudómari ársins í Bestu deildar karla 2025 – en það voru leikmenn deildarinnar sem kusu en KSÍ stendur að kjörinu. 

Þetta í annað sinn sem Ívar Orri fær þessa viðurkenningu. Árið 2021 var hann kjörinn besti dómarinn í efstu deild karla af leikmönnum deildarinnar.