
Íbúar á Akranesi fá að að öllum líkindum leyfi til að tjútta og tralla með skipulögðum hætti á öðrum degi jóla og á nýársnótt.
Þetta kemur fram í nýjustu fundargerð bæjarráðs.

Svenbærinn Akranes – gæti því vaknað til lífsins á ný?
Katla Bjarnadóttir, sem rekur skemmtistaðinn Útgerðina við Stillholt, hefur sótt um leyfi fyrir viðburðum sem eiga sér langa sögu í skemmtanalífi Akurnesinga – viðburðum sem hafa ekki verið til staðar á undanförnum árum.
Um er að ræða ball á öðrum degi jóla og ball á nýársnótt – og er planið að halda þessa viðburði í íþróttahúsinu við Vesturgötu.
Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að „ballið“ á öðrum degi jóla fái að standa fram til kl. 4 aðfaranótt 27. des. og áramótafögnuði ljúki kl. 4:30 aðfaranótt 1. janúar 2026.










