Líf Lárusdóttir, formaður bæjarráðs Akraness, hefur ákveðið að bjóða sig fram á ný, og leiða lista Sjálfstæðisflokksins í næstu sveitarstjórnarkosningum.

Kosið verður þann 16. maí 2026. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Líf setti fram á samfélagsmiðlum í morgun.

Líf leiddi lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningum vorið 2022.  Í kjölfarið myndaði flokkurinn meirihluta með Samfylkingunni.

 

Kæru vinir,

Ég hef ákveðið að bjóða fram kafta mína til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins á Akranesi í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor 💙

Ástæðan er einföld: mér þykir vænt um bæinn minn. Ég trúi á samfélagið okkar, fólkið sem hér býr og þau tækifæri sem við höfum til að halda áfram að byggja upp öflugt og lifandi bæjarfélag.

Á undanförnum árum höfum við unnið markvisst að uppbyggingu og viðhaldi innviða og ég tel mikilvægt að halda þeirri vinnu áfram. Á öðrum stöðum þarf að gefa í, hlúa þarf að og efla atvinnulíf og við erum nánast óskrifað blað enn þegar kemur að ferðaþjónustu – þar liggja vafalaust gríðarleg tækifæri!

Mig langar að halda áfram!

Mig langar að halda áfram að leggja mitt af mörkum – hlusta, leiða og vinna að lausnum sem þjóna heildarhagsmunum bæjarins til framtíðar.