Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi útskrifaði 50 nemendur þann 19. desember s.l. 

Stór hluti útskriftarnema lauk dreifnámi í húsasmíði eða 17 nemendur en alls luku 28 nemendur námi í húsasmíði, þar af 3 konur, 

Tveir nemendur luku bæði námi í húsasmíði og viðbótarnámi til stúdentsprófs. Þrír luku meistaranámi í iðngrein og einn lauk námi í vélvirkjun.  Alls voru 17 nemendur útskrifaðir sem stúdentar af ýmsum brautum – og þar af voru 4 sem voru að ljúka viðbótarnámi eftir iðnnám. 

Dröfn Viðarsdóttir, aðstoðarskólameistari, setti athöfnina og Steinunn Inga Óttarsdóttir skólameistari flutti ávarp.

Bergþór Edda Grétarsdóttir og Ísólfur Darri Rúnarsson fluttu jólalagið ,,Það snjóar“, erlent lag við texta Valdimars Braga Skúlasonar. Flosi Einarsson sá um undirspil.

Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður með meiru og fyrrverandi nemandi við skólann flutti ávarp.

Fyrir hönd útskriftarnema flutti Ólafur Kristinn Bragason ávarp

Eftirtaldir nemendur fengu verðlaun og viðurkenningar, nöfn þeirra sem gefa verðlaun eru í sviga;

  • Ásdís Erlingsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir störf að félagsmálum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar)
  • Björg Thorberg Sigurðardóttir fyrir ágætan árangur í tréiðngreinum (Sjammi)
  • Guðmundur Hákon Halldórsson fyrir ágætan árangur í tréiðngreinum (Trésmiðjan Akur)
  • Hrannar Pétursson fyrir ágætan árangur í tréiðngreinum (SF smiðir)
  • Ingi Dór Garðarsson hlaut hvatningu til áframhaldandi náms (Minningarsjóður Lovísu Hrundar).
  • Karl Sigurjónsson fyrir ágætan árangur í tréiðngreinum (SF smiðir)
  • Þorgerður Alma Guðmundsdóttir hlaut hvatningu til áframhaldandi náms (Minningarsjóður Lovísu Hrundar).