Fallið hefur verið frá því að ferðaþjónusta með gistiskálum verði til staðar á Akurshól – samkvæmt gildandi aðalskipulag 2021-2033. Þetta kemur fram í fundargerð. 

Akurshóll er á milli Suðurgötu og Akursbrautar.

Hóllinn hefur verið vinsæll á meðal barna – og ungmenna þegar snjó festir á Akranesi. 

Fyrir mörgum árum voru uppi hugmyndir að setja upp smáhýsi fyrir ferðafólk á Akurshól. Það varð aldrei að veruleika og með ákvörðun Akraneskaupstaðar er punktur settur fyrir aftan þau áform.