
Akraneskaupstaður hefur fengið fyrirspurn um að ferðaþjónusta verði með aðsetur í Kalmansvík.
Þetta kemur fram í fundargerð skipulags – og umhverfisráðs.

Í fyrirspurninni er óskað eftir því að sett verði upp smáhýsi á lóð Vogar Kalmansvík 2, alls 13 hús.
Skipulags- og umhverfisráð Akraness tekur jákvætt í erindið. Í tillögunni felst breyting á Aðalskipulagi Akraness ásamt vinnu við nýtt deiliskipulag fyrir svæðið. Einnig þarf að skoða aðkomu að svæðinu og veitutengingar.










