
Eigandi íbúða við Suðurgötu 50a óskaði nýverið eftir því að húsnæðinu yrði breytt úr tvíbýlishúsi í fjórar íbúðir með fjórum fastanúmerum.
Húsið er vel þekkt á Akranesi en þar var Brauða – og kökugerðin til margra ára sem er í dag Kallabakarí.

Í fundargerð skipulags – og umhverfisráðs kemur fram að gildandi teikningar sýni tvö fastanúmer og eina leigueign í núverandi húsnæði.
Skipulags- og umhverfisráð tók neikvætt í erindið og fól skipulagsfulltrúa að svara því.
Synjunin var kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, þann 15. október 2025.













