Hákon Arnar Haraldsson var í dag valinn sem Knattspyrnumaður ársins 2025. Þetta er í þriðja sinn sem Skagamaðurinn fær þessa viðurkenningu. 

Glódís Perla Viggósdóttir er Knattspyrnukona ársins – og er þetta í fjórða sinn sem hún fær þessa viðurkenningu. 

Eins og áður segir er þetta í þriðja sinn sem Hákon Arnar fær þessa viðurkenningu. Samkvæmt tölfræði KSÍ og Samtökum íþróttafréttamana þá hafa alls tíu leikmenn úr röðum ÍA fengið þessa viðurkenningu.
Miðað við þau gögn þá er árangur Hákons Arnars sögulegur. 

  • Ríkarður Jónsson 1956. (1)
  • Helgi Daníelsson 1959. (1)
  • Ríkharður Jónsson 1962. (2)
  • Eyleifur Hafsteinsson 1965. (1)
  • Pétur Pétursson 1978. (1)
  • Pétur Pétursson 1979. (2)
  • Sigurður Jónsson 1993. (2)
  • Sigurður Jónsson 1995. (2)
  • Hákon Arnar Haraldsson 2022 (1)
  • Hákon Arnar Haraldsson 2023 (2)
  • Hákon Arnar Haraldsson 2025 (3)

Hér fyrir neðan er texti frá KSÍ. 

Glódís Perla Viggósdóttir er Knattspyrnukona ársins í fjórða sinn og fjórða árið í röð.Líkt og áður hefur hún verið einn af lykilleikmönnum Bayern München og íslenska landsliðsins og er fyrirliði beggja liða. Glódís varð þýskur meistari með Bayern í vor sem leið og tapaði liðið aðeins einum leik í deildinni á tímabilinu. Glódís lék 18 leiki í deildinni og skoraði í þeim tvö mörk. Glódís varð einnig þýskur bikarmeistari er Bayern München vann 4-2 sigur á Werder Bremen í úrslitaleik keppninnar. Glódís lék fjóra leiki í bikarkeppninni og skoraði í þeim eitt mark. Glódís lék sex leiki í Meistaradeild UEFA, en þar datt Bayern út í 8-liða úrslitum keppninnar eftir tap gegn Lyon. Glódís lék 10 A-landsleiki á árinu og þar af alla leiki liðsins á EM 2025. Á núverandi tímabili hefur Glódís leikið níu leiki í deild, einn í þýska bikarnum og fimm í Meistaradeild UEFA.

2. sæti – Cecilía Rán Rúnarsdóttir

3. sæti – Sandra María Jessen
Knattspyrnumaður Ársins: Hákon Arnar Haraldsson

Hákon Arnar Haraldsson er Knattspyrnumaður ársins í þriðja sinn. Hákon Arnar hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár, er varafyrirliði liðsinsog lék níu leiki með liðinu á árinu. Hann hefur alls leikið 28 A-landsleiki og skorað í þeim þrjú mörk. Hákon Arnar lék 25 leiki á liðinu tímabili með LOSC Lille í frönsku úrvalsdeildinni og skoraði í þeim fimm mörk. Auk þess skoraði hann tvö mörk í sex leikjum í Meistaradeild UEFA. Hákon hefur leikið frábærlega á nýju tímabili, leikið 15 leiki í deildinni og skoraði í þeim fimm mörk. Í Evrópudeildinni hefur hann leikið sex leiki og skorað eitt mark.

2. sæti – Albert Guðmundsson
3. sæti – Elías Rafn Ólafsson