
Björgunarfélag Akraness stefnir á að sækja öflugra björgunarskip á nýju ári. Þetta kemur fram í frétt á nýrri heimasíðu félagsins.
Félagið tók í notkun björgunarskipið Jón Gunnlaugsson árið 2016 og hefur það reynst vel – og farið í 50 útköll. Svæðið sem Björgunarfélag Akraness sinnir er stórt, allt frá Hvalfjarðarbotni og út á Arnarstapa á Snæfellsnesi.

Á næstu mánuðum verður félagið með ýmsar fjáraflanir vegna kaupa á nýju björgunarskipi.
Félagið hefur áhuga á að kaupa skip sem notað hefur verið á Vestfjörðum, Gísla Jónsson.







