
Forsvarsmenn Sementsverksmiðjunnar hittu fulltrúa Akraneskaupstaðar nýverið þar sem að fyrirtækið ítrekaði ósk sína um áframhaldandi rekstur á Akranesi.
Skipulags – og umhverfisráð synjaði slíkri ósk frá Sementsverksmiðjunni í apríl árið 2024.

Fulltrúar Sementsverksmiðjunnar fóru á ný með málið til bæjarráðs. Á fundinum með ráðinu fór fyrirtækið yfir sínar óskir og þarfir miðað við fyrirliggjandi afgreiðslur fagráða Akraneskaupstaðar.
Afstaða Akraneskaupstaðar hefur því breyst. Samkomulagsdrög um áframhaldandi drög liggja nú fyrir og hefur bæjarráð samþykkt þau drög og falið bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins. Bæjarstjórn mun taka endanlega ákvörðun.
Sementsverksmiðjan er staðsett að Mánabraut 20, Akranesi, þar sem sementið sem flutt er til landsins er geymt, pakkað og afhent til viðskiptavina á höfuðborgarsvæði, Vestur- og Suðurlandi.
Á Akranesi eru fjórir sementstankar sem taka um 4000 tonn af sementi hver.
Sementsverksmiðjan og Akraneskaupstaður gerðu árið 2013 samning sem tryggir að verksmiðjan geti haft þessa fjóra sementstanka til umráða fram til 1. ágúst 2028.
Um var að ræða samning til 15 ára. Að þeim tíma liðnum fær Akraneskaupstaður sementstankana afhenta og gert var ráð fyrir að starfssemi Sementsverksmiðjunnar yrði hætt á árinu 2028.







