
Drífa Harðardóttir var á dögunum útnefnd sem badmintonkona ársins hjá Badmintonsambandi Íslands.
Drífa er búsett í Danmörku en hún hefur keppt undir merkjum ÍA alla tíð.

Hún varð þrefaldur heimsmeistari í flokki eldri leikmanna í september s.l. en mótið fór fram í Taílandi.
Hún fagnaði gullverðlaunum í einliðaleik í +45 ára flokki kvenna, í tvíliðaleik og tvenndarleik í +40 ára flokki.
Drífa er einnig þrefaldur Evrópumeistari í flokki eldri leikmanna í badminton.







