Feðgarnir Styrmir Jónasson og Jónas Ottósson hafa í gegnum tíðina verið í stórum hlutverkum hjá Körfuknattleiksfélagi Akraness.

Styrmir er í dag einn af lykilleikmönnum ÍA í Bónusdeildinni og Jónas hefur skráð söguna með frábærum ljósmyndum frá leikjum félagsins. 

Styrmir og Jónas voru til umfjöllunar í sjónvarpsþættinum Bónus Körfuboltakvöldi á SÝN eftir naumt tap ÍA gegn toppliði Grindavíkur.

Þar brást ágætur ljósmyndastóll Jónasar á ögurstundu og inni á vellinum voru fjölmörg áhugaverð atvik hjá syninum til umfjöllunar. 

Eins og sjá má í þessu innslagi af vef Vísis.