Rafael Máni Þrastarson er nýr leikmaður karlaliðs ÍA í knattspyrnu. Rafael er 18 ára og hefur leikið alls 48 leiki með meistaraflokksliði Fjölnis í Grafarvogi. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Fjölnis. 

Rafael Máni lék 12 leiki með Fjölni á síðustu leiktíð og skoraði alls 4 mörk. 

ÍA og Fjölnir komust að samkomulagi um kaup á leikmanninum – sem var samningsbundinn uppeldisfélaginu.