Það eru stórleikir framundan hjá þremur leikmönnum frá Akranesi sem keppa með bandarískum háskólaliðum í knattspyrnu. Kristófer Daði Garðarsson er á góðu róli með Duke en liðið er komið í 2. umferð úrslitakeppninnar, og leikur sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni 19. nóvember gegn FIU/Omaha.
Guðrún Valdís Jónsdóttir, markvörður, hefur leikið með liði Princeton undanfarin misseri. Guðrún Valdís og félagar hennar eru komnar í 2. umferð og leika gegn North Carolina State 17. nóvember.
Aníta Sól Ágústsdóttir varð meistari með South Alabama í Sun Belt-deildinni. Aníta og lið hennar féll úr leik í 1. umferð úrslitakeppninnar með 3-1 tapi gegn Flórída.