Ný viðmið voru sett í þessari viku hvað varðar lestur og heimsóknir á skagafrettir.is.
Þriðjudagurinn 14. nóvember var stærsti dagurinn í eins árs sögu jákvæða fréttavefsins á Akranesi – og gestir þann daginn voru alls 3.165.
Fyrra metið var 2.997. Á einni viku hafa rúmlega 12.000 gestir komið við á skagafrettir.is og hver þeirra smellti að meðaltali á tvær fréttir.
Við erum að sjálfsögðu hæstánægð með viðbrögð lesenda og þökkum kærlega fyrir áhugann sem þið lesendur góðir hafið sýnt í verki.
Á næstu vikum munum við birta uppgjör á mest lesnu fréttum á fyrsta starfsári skagafrettir.is.