„Ég er að selja jólakort ti styrktar Þjóti íþróttafélaginu mínu. Þau eru 5 saman í pakka og kosta 500kr. Má bjóða þér,“ skrifar Ólafur Elías Harðarson á fésbókarsíðu sína.
Við hér á skagafrettir.is fögnum þessu framtaki og hvetjum Skagamenn nær og fjær að styðja starfið í Þjóti með því að kaupa jólakortin í ár hjá Óla og félögum.
Þeir sem vilja styðja við Þjót með þessum hætti geta m.a. haft samband við Hörð Svavarsson sem er hér á fésbókinni og hann er einnig með netfangið [email protected] og síminn er 895-1563.
Sigurlaug Njarðardóttir formaður Þjóts er einnig á tánum í þessu samhengi en netfangið hjá henni er [email protected]. og síminn er 893-2067.