Fjölmenni mætti á styrktarleik sem fór fram í morgun í Akraneshöllinni þar sem ÍA og Valur mættust í fótbolta karla. Þrátt fyrir mikinn kulda í Akraneshöllinni mættu nokkuð hundruð manns á leikinn og skemmtu sér vel.
Vinir Kidda Jens sáu um skipulagningu á þessum viðburði og var boðið upp á glæsilegt kaffihlaðborð í hálfleik.
Leikurinn endaði 2-2 en Íslandsmeistaralið Vals komst í 2-0. Ungu leikmennirnir í liði ÍA sáu um að jafna leikinn í síðari hálfleik. Nýr leikmaður ÍA, Bjarki Steinn Bjarkason, skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í sínum fyrsta leik. Gylfi Brynjar Stefánsson jafnaði síðan metinn um miðja síðari hálfleik.
Hér má sjá myndasyrpu frá því í morgun.