Nýverið sömdu fimm leikmenn við Knattspyrnufélag ÍA og er þeim ætlað stórt hlutverk í uppbyggingu meistaraflokks kvenna.
Leikmennirnir sem sömdu heita María Mist Guðmundsdóttir, Eva María Jónsdóttir , Bergdís Fanney Einarsdóttir, Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir og Sandra Ósk Alfreðsdóttir. Fjórar þeirra gerðu samning til tveggja ára en Hrafnhildur Arín samdi til eins árs.
Frá vinstri: María Mist, Bergdís Fanney, Eva María, Magnús Guðmundsson formaður KFÍA, Helena Ólafsdóttir þjálfari mfl. kv. ÍA, Hulda Birna Baldursdóttir framkvæmdastjóri KFÍA, Hrafnhildur Arín og Sandra Ósk.
Markvörðurinn María Mist Guðmundsdóttir (2001) er á sínu fyrsta tímabili með 2. fl. en hún lék fjóra leiki með mfl. ÍA
Bergdís Fanney (2000) hefur verið lykilmaður mfl. undanfarin tvö ár og var kjörinn besti leikmaður félagsins á lokahófi ÍA. Hún á 14 leiki með U17 og U19 ára landsliðum Íslands og hefur hún skorað fjögur mörk.
Eva María (1999) lék sína fyrstu leiki með ÍA á síðustu leiktíð. Hún var lykilmaður í 2. fl. liði ÍA sem endaði í öðru sæti á Íslandsmótinu.
Hrafnhildur Arín (1998) lék stórt hlutverk með mfl. ÍA á lokakafla Íslandsmótsins og skoraði eitt mark.
Sandra Ósk (1999) hefur leikið 22 leiki með mfl. ÍA en hún lét að sér kveða á lokakafla Íslandsmótsins.