Aðildarfélög ÍA hafa greint frá því hvaða einstaklingar koma til greina í kjörinu á Íþróttamanni Akraness 2017. Á næstu dögum verður stutt kynning á helstu afrekum íþróttafólksins úr hverri grein fyrir sig.
Á vef Akraneskaupstaðar geta íbúar Akraness tekið þátt í kjörinu og með því að smella hér þá getur þú tekið þátt:
Bjarni Þór Benediktsson er hnefaleikamaður ársins 2017. Bjarni er fæddur árið 2000 og æfir með Hnefaleikafélagi Akraness.
Bjarni er duglegur og samviskusamur iðkandi og fer honum stöðugt fram í hnefaleikum. Bjarni hefur keppt sex sinnum á árinu 2017, þar af sigraði hann fjórum sinnum og vann Íslandsmeistaratitilinn í 64 kg flokki ungmenna. Bjarni hefur verið kosinn boxari mótsins á þremur af þeim fjórum mótunum sem hann sigraði andstæðing sinn á. Hann tók einnig þátt í Norðurlandameistaramótinu í Danmörku og stóð sig eins og hetja þar.
Bjarni er áberandi bestur á landinu í sínum aldurs og þyngdarflokki, er harðduglegur og öflugur strákur og á bjarta framtíð fyrir sér í íþróttinni. Hann hefur einnig verið að miðla reynslu sinni til yngri iðkenda á árinu með mjög góðum árangri.