Frábærar loftmyndir frá Akranesi frá Antoni

Anton Agnarsson er einn af fjölmörgum áhugaljósmyndurum á Akranesi og hefur í gegnum tíðina tekið margar frábærar ljósmyndir. Anton tók þessar myndir með aðstoð dróna í blíðviðrinu á Akranesi í dag.

Myndirnar eru áhugaverðar og þá sérstaklega yfirlitsmyndirnar af Sementsverksmiðjunni þar sem að margt hefur gerst á undanförnum dögum.

Myndirnar gefa frábæra sýn á stöðuna í því verkefni.

Akraneshöfnin, Breiðin og Langisandur koma einnig við sögu hjá sjómanninum Antoni. Við þökkum Antoni fyrir að leyfa skagafrettir.is að birta þessar myndir.