Aðildarfélög ÍA hafa greint frá því hvaða einstaklingar koma til greina í kjörinu á Íþróttamanni Akraness 2017. Á næstu dögum verður stutt kynning á helstu afrekum íþróttafólksins úr hverri grein fyrir sig.
Á vef Akraneskaupstaðar geta íbúar Akraness tekið þátt í kjörinu og með því að smella hér þá getur þú tekið þátt:
Þorbjörn Heiðar Helguson er vélhjólaíþróttamaður ársins hjá ÍA. Þorbjörn er er fæddur árið 1990 og æfir með Vélhjólaíþróttafélagi Akraness. Þorbjörn er mikill keppnismaður. Mikill liðsmaður og tekur þátt í öllu sem félagið tekur sér fyrir hendur. Hann varð í fyrsta sæti í B flokki í Redbull bikarmótinu 2017 og er einn af tíu bestu enduro ökumönnum landsins.