Brynjar Sigurðsson eða „Binni“ íþróttakennari í Brekkubæjarskóla heldur áfram að gefa lífinu lit með uppátækjum sínum. Binni prófaði nýverið nýtt hlaupabretti sem er í líkamsræktaraðstöðu ÍA í íþróttahúsinu við Vesturgötu.
Eins og sjá má er nýja brettið í góðu lagi og hægt að gera ýmislegt á því.
Margir halda að Binni sé að missa vitið en við hér á skagafrettir.is trúum því ekki og teljum að hann sé einfaldlega að finna upp nýja íþrótt.