Fimm leikmenn hafa á undanförnum vikum samið við Knattspyrnufélag ÍA.
Þórður Þorsteinn Þórðarson framlengdi samningi sínum til þriggja ára. Þórður Þorsteinn er fæddur árið 1995 og er uppalinn í ÍA. Hann hefur spilað 127 leiki með félaginu og skorað í þeim 19 mörk.
Þrír ungir leikmenn, þeir Alexander Már Þorláksson, Birgir Steinn Ellingsen og Marinó Hilmar Ásgeirsson, skrifuðu undir tveggja ára samning við ÍA. Þeir eru allir uppaldir hjá félaginu. Viktor Helgi Benediktsson skrifaði síðan undir tveggja ára samning en hann er uppalinn hjá FH en lék undir stjórn Jóhannesar Karls Guðjónssonar þjálfara ÍA hjá HK.
Alexander Már er fæddur árið 1995 og hefur undanfarin ár leikið með Fram, KF og Hetti en lék síðasta sumar með Kára í 3. deildinni. Þar skoraði hann 17 mörk í 18 leikjum og varð markakóngur deildarinnar. Marinó Hilmar er fæddur árið 1995 einnig og hefur undanfarin ár leikið með Kára við góðan orðstír. Birgir Steinn er yngstur þremenninganna, fæddur árið 1998. Hann hefur undanfarin ár leikið með yngri flokkum ÍA auk þess að eiga að baki leiki með Kára.
Þórður Þorsteinn Þórðarson framlengdi samningi sínum til þriggja ára. Þórður Þorsteinn er fæddur árið 1995 og er uppalinn í ÍA. Hann hefur spilað 127 leiki með félaginu og skorað í þeim 19 mörk.
Alexander, Birgir og Marinó.
Viktor Helgi er fæddur árið 1998 og er uppalinn í FH. Hann spilaði 19 leiki með HK í Inkasso-deildinni í fyrra og skoraði þrjú mörk. Hann er hér ásamt Huldu Birnu Baldursdóttur framkvæmdastjóra KFÍA, Jóhannesi Karli Guðjónssyni og Magnúsi Guðmundssyni formanni KFÍA.