Dularfulla búðin við Skólabraut á Akranesi hefur vakið athygli frá því að Ingimar Oddsson opnaði búðina vorið 2017.
Á erlenda ferðavefnum atlasobscura.com er fín grein um Dularfullu búðina sem er í raun fjöllistahús, ölstofa, kaffihús, safn, og verslun. Í samtali við skessuhorn.is segir Ingimar að frá og með 1. febrúar verði veitingasala í hádeginu alla virka daga þar sem boðið verði upp á hlaðborð með íslenskum heimilismat.
„Hefðbundinn íslenskur matur er stór hluti af því sem margir ferðamenn eru að leita eftir þegar þeir heimsækja landið, þeir vilja fá að taka inn allt þetta íslenska,“ segir Ingimar í viðtali við skessuhorn.is.