Fyrsta skóflustungan var tekin að nýrri frístundamiðstöð við Garðavöll á Akranesi í dag 19. janúar, að viðstöddu fjölmenni.
Golfklúbburinn Leynir og Akraneskaupstaður standa að framkvæmdinni og á meðfylgjandi myndum má sjá Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóra, Helgu Sjöfn Jóhannesdóttur formann ÍA, Þórð Emil Ólafsson formann GL og Guðmund Sigvaldason framkvæmdastjóra GL taka fyrstu skóflustunguna ásamt viðstöddum félagsmönnum, bæjarfulltrúum, fulltrúum ÍA og fulltrúum verktaka.
Frá vinstri: Þórður Emil, Helga Sjöfn, Guðmundur og Sævar Freyr.
Ný frístundamiðstöð mun hýsa félagsstarf Leynis og aðra frístundastarfsemi á vegum ÍA og Akraneskaupstaðar og ljóst að húsið mun bæta aðstöðu margra til mikilla muna.
Verkefnið gengur vel og er áætlað að hefja jarðvinnu og uppgröft mánudaginn 22. janúar og í kjölfarið mun vinna vinna við sökkla og kjallara hefjast. Áætlanir gera ráð fyrir áfangaskiptu verkefni þar sem fyrsti áfangi verður tekin í notkun undir lok sumars 2018 og áfangi tvö á vormánuðum ársins 2019.