Skagamenn eiga fulltrúa í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2018. Rakel Pálsdóttir, sem er 29 ára gömul Skagamær, syngur lagið Óskin mín en lag og texti er eftir Hallgrím Bergsson.
Lagið er eitt af 12 lögum sem koma til greina sem framlag Íslands í Eurovison.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rakel lætur ljós sitt skína í þessar keppni en hún komst í úrslit í fyrra þegar hún flutti lagið Til mín sem er að finna neðst í fréttinni.
Hlusta má á lagið Til mín með því að smella á myndina hér fyrir neðan.
Rúmlega 200 lög bárust í keppnina sem verður með svipuðu sniði og í fyrra.
Hér má lesa viðtal sem var á skagafrettir.is í fyrra þegar Rakel var í úrslitum Söngvakeppninnar 2017.
Ættartréð:
Rakel Pálsdóttir er 28 ára Skagamær. Foreldrar hennar eru Páll Halldór Sigvaldason og Unnur Sigurðardóttir. Rakel á einn bróðir en hann heitir Flosi Pálsson og er 32 ára.
Hér er lagið Til mín sem Rakel flutti í fyrra: