Ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram í febrúar og eru tveir Skagamenn á meðal þeirra sem bjóða sig til forystu í aðalstjórn KSÍ og tveir til viðbótar með mikla tengingu við Akranes eru einnig í framboði.
Gísli Gíslason, fyrrum formaður Knattspyrnufélags Akraness, og núverandi hafnarstjóri Faxaflóahafna býður sig fram í aðalstjórn en hann er núverandi gjaldkeri KSÍ. Helga Sjöfn Jóhannesdóttir, formaður Íþróttabandalags Akraness, er einnig í framboði til aðalstjórnar.
Gísli Gíslason og Helga Sjöfn Jóhannesdóttir.
Skagatengingin nær einnig til tveggja annarra sem bjóða sig fram til aðalstjórnar, Ríkharður Daðason, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu er þar á meðal en hann á ættir að rekja á Skagann. Sömu sögu er að segja af Valdimar Leó Friðrikssyni sem býður sig fram til aðalstjórnar.
Alls eru tíu aðilar sem bjóða sig fram en aðeins er fjögur laus sæti í aðalstjórn KSÍ í kosningunum á næsta ársþingi.
Hér fyrir neðan er gerð grein fyrir þeim framboðum sem tilkynnt voru til skrifstofu KSÍ hálfum mánuði fyrir þing (27. janúar eða fyrr) og eru þau birt í stafrófsröð.
Kosning formanns
Guðni Bergsson var kjörinn formaður KSÍ til tveggja ára á 71. ársþingi KSÍ í febrúar 2017. Tveggja ára kjörtímabili Guðna sem formanns lýkur því á 73. ársþingi KSÍ árið 2019 og er því ekki kosið um formann nú.
Kosning í aðalstjórn
Tveggja ára kjörtímabili eftirtaldra í aðalstjórn KSÍ lýkur á 72. ársþingi KSÍ 10. febrúar nk.:
Gísli Gíslason, gjaldkeri, Akranesi
Jóhannes Ólafsson, Vestmannaeyjum
Ragnhildur Skúladóttir, Reykjavík
Rúnar V. Arnarson, Reykjanesbæ
Eftirtaldir hafa boðið sig fram til aðalstjórnar:
Ásgeir Ásgeirsson, Reykjavík
Gísli Gíslason, Akranesi
Helga Sjöfn Jóhannesdóttir, Akranesi
Ingi Sigurðsson, Vestmannaeyjum
Ragnhildur Skúladóttir, Reykjavík
Ríkharður Daðason, Reykjavík
Rúnar V. Arnarson, Reykjanesbæ
Sigmar Ingi Sigurðarson, Kópavogi
Valdimar Leó Friðriksson, Mosfellsbæ
Valgeir Sigurðsson, Garðabær
Auk ofangreindra sitja í aðalstjórn: (Tveggja ára kjörtímabili þeirra lýkur í febrúar 2019):
Guðrún I. Sívertsen, varaformaður Reykjavík
Borghildur Sigurðardóttir Kópavogi
Magnús Gylfason, ritari Hafnarfirði
Vignir Már Þormóðsson, Akureyri
Kosning aðalfulltrúa landsfjórðunga
Eins árs kjörtímabili aðalfulltrúa landsfjórðunganna lýkur á 72. ársþingi KSÍ 10. febrúar nk.:
Jakob Skúlason, Vesturlandi
Björn Friðþjófsson, Norðurlandi
Magnús Ásgrímsson, Austurlandi
Tómas Þóroddsson, Suðurlandi
Eftirtaldir hafa boðið sig fram til aðalfulltrúa landsfjórðunga:
Jakob Skúlason, Vesturlandi
Björn Friðþjófsson, Norðurlandi
Bjarni Ólafur Birkisson, Austurlandi
Tómas Þóroddsson, Suðurlandi
Kosning varamanna í aðalstjórn
Eins árs kjörtímabili varamanna í aðalstjórn lýkur á 72. ársþingi KSÍ 10. febrúar nk.:
Ingvar Guðjónsson, Grindavík
Jóhann Torfason, Ísafirði
Kristinn Jakobsson, Kópavogi
Eftirtaldir gefa kost á sér sem varamenn í aðalstjórn:
Ingvar Guðjónsson, Grindavík
Jóhann Torfason, Ísafirði
Kristinn Jakobsson, Kópavogi